Leiðarvísir inn í framtíðina
Sjómannadagsráð er leiðandi afl í öldrunarþjónustu á Íslandi sem vinnur að því að veita eldra fólki áhyggjulaust ævikvöld með framúrskarandi þjónustu svo íbúar og þjónustuþegar upplifi öryggi, traust og vellíðan.
Uppbyggingaráætlun Sjómannadagsráðs, Hrafnistu og DAS íbúða er framtíðarsýn til ársins 2040. Áætlunin er afrakstur umfangsmikillar vinnu sem hófst í ársbyrjun 2023 og er m.a. byggð á stefnu Hrafnistu, niðurstöðum úr vinnustofum starfsfólks og stjórnenda Hrafnistu og DAS íbúða sem og samtölum við ýmsa hagaðila.
Unnið var með markmið og stefnur, uppbyggingu hjúkrunarheimila og íbúða, landnotkun, samgöngur, umhverfismál, sjálfbærni, stafræna þróun og tækni og framkvæmd og innleiðingu.