←Framtíðarsýn

Lífsgæðakjarnar og samfélag

Hugmyndafræði lífsgæðakjarna DAS er fædd hjá Sjómannadagsráði og hefur verið þar í þróun í áratugi. Grunnhugsunin er sú að eldra fólk hafi virði og eigi að vera virkur hópur samfélagsins. Lífsgæðakjarninn býður því upp á fjölbreytta þjónustu sem stuðlar að heilsueflingu, vellíðan og auknu öryggi eldra fólks.

Lífsgæðakjarni sameinar fólk og býr til samfélag, styður við heilbrigða öldrun, dregur úr einmanaleika og færir þjónustuna til einstaklingsins. Kjarninn er staðsettur innan bæjarfélags og hvetur með því eldra fólk til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Kjarninn eflir félagsleg samskipti fólks í gegnum fjölbreytta þjónustu og afþreyingu.

Lífsgæðakjarnar DAS halda áfram að vera í stöðugri þróun út frá þörfum þjónustuþega. Hugmyndir og tillögur verða skoðaðar í samtali við fjölmarga hagaðila, ávallt með það að leiðarljósi að veita íbúum og þjónustuþegum framúrskarandi þjónustu.
Uppbyggingaráætlunin er í stöðugri þróun og við viljum heyra skoðanir og hugmyndir annarra.