←Framtíðarsýn

Sjálfbærni og samfélagsleg ábyrgð

​​Sjómannadagsráð vill leggja sitt af mörkum til að skapa sjálfbært samfélag og leggur því áherslu á að öll ný hönnun á húsum og starfsemi taki mið af sjálfbærni og samfélagsábyrgð, en jafnframt verða eldri hús betrumbætt með umhverfisvænni lausnum og tækninýjungum.

Hrafnistuheimilin og DAS íbúðarhúsin eru staðsett nálægt stoðkerfum borgarinnar og góðum samgöngum. Húsin eru með aðstöðu sem styðja umhverfisvænan ferðamáta, á borð við hleðslustöðvar og hjólaskýli. Auk þess er markvisst unnið að betri nýtingu aðfanga og bættu flokkunarkerfi, svo eitthvað sé nefnt. Markmið Sjómannadagsráðs að gera allar starfsstöðvar að fyrirmynd í samfélaginu þar sem starfsemin endurspeglar sjálfbærni og samfélagsábyrgð í verki.
Uppbyggingaráætlunin er í stöðugri þróun og við viljum heyra skoðanir og hugmyndir annarra.