←Framtíðarsýn

Tækni og þróun

Tæknilausnir hafa mikil áhrif á þróun húsnæðis og þjónustu hjá Sjómannadagsráði, Hrafnistu og DAS íbúðum. Fasteignir Sjómannadagsráðs verða hannaðar með það að markmiði að vera sveigjanlegar og hægt að þróa eftir þörfum og óskum, þar sem einfaldleiki, góð nýting á rýmum og tæknivædd hönnun eru höfð að leiðarljósi.

Gert er ráð fyrir öflugri nettengingu og fullbúnu lagnakerfi í öllum húsum til að auðvelda innleiðingu á nútímalegum tæknilausnum, svo sem róbótum í umönnunarstörfum, skynjurum til byltuvarna og upplýsingaskjám. Auk þess er áhersla lögð á öruggt og aðgengilegt umhverfi með einföldum tæknilausnum – allt til að styðja við störf starfsfólks og bæta þjónustu.

Öflugar mannauðslausnir tengdar tækni bæta upplýsingaflæði og yfirsýn. Þær auðvelda innleiðingu breytinga og bæta starfsumhverfi, eins og lyfjavaki og sjúkrakallkerfi. Þjónustutækni framtíðarinnar mun t.d. verða veltidýna, þrívíddargleraugu, myndavélar með Avatar og AI, róbótar sem sinna einföldum verkefnum eins og að fara með rusl, þvott og matarvagna og fleira.
Uppbyggingaráætlunin er í stöðugri þróun og við viljum heyra skoðanir og hugmyndir annarra.