Sjómannadagsráð og Hrafnista veita framúrskarandi þjónustu fyrir íbúa og þjónustuþega. Hrafnista er heimili fólks og vinnur eftir hugmyndafræði Hrafnistu, sem gengur út á að starfsemin og verklag deilda sé sveigjanlegt og fari eftir þörfum einstaklingsins sjálfs.

Hugmyndafræðin er hjartað í starfsemi Hrafnistu en samhliða henni er unnið markvisst að ákveðnum verkefnum þvert á öll Hrafnistuheimilin sem ætlað er að bæta starfsumhverfið og þróa þjónustuna. Öryggi og traust er mikilvægur þáttur í lífsgæðum íbúa sem flytja á hjúkrunarheimili eða búa í DAS íbúðum.

Að íbúar finni fyrir hlýju, létti og öryggi byggir á þekkingu starfsfólks á því hvernig „heimili að heiman“ er skapað. Öll tækniþróun hefur það að markmiði að færa starfsfólkið nær íbúum og þjónustuþegum og tæknin er nýtt til að auka öryggi og gæði.
Uppbyggingaráætlunin er í stöðugri þróun og við viljum heyra skoðanir og hugmyndir annarra.