Aðrar staðsetningar

Sjómannadagsráð sér um rekstur á hjúkrunarheimilum Hrafnistu á fjórum stöðum, þar sem fasteignirnar eru í eigu ríkisins.

Boðaþing

Í Boðaþingi í Kópavogi er að finna hjúkrunarheimili Hrafnistu og þjónustumiðstöð og er fasteignin í eigu Kópavogsbæjar. Í Boðaþingi er einnig að finna íbúðarhús DAS íbúða, sem er í eigu Sjómannadagsráðs.

Nesvellir

Hrafnista Nesvöllum er staðsett í Reykjanesbæ. Þar er að finna hjúkrunarheimili og þjónustumiðstöð. Fasteign er í eigu Reykjanesbæjar.

Ísafold

Hjúkrunarheimili Hrafnistu Ísafold er staðsett í Garðabæ. Fasteign er í eigu Garðabæjar og svæðið er fullþróað.

Sléttuvegur

Sléttan er lífsgæðakjarni við Sléttuveg 25-27 í Reykjavík. Þar er að finna hjúkrunarheimili Hrafnistu, DAS íbúðir og dagdvölina Röst. Þar er þjónustumiðstöð rekin í samvinnu Reykjavíkurborgar og Hrafnistu.
Uppbyggingaráætlunin er í stöðugri þróun og við viljum heyra skoðanir og hugmyndir annarra.