Hraunvangur

Hrafnista í Hraunvangi í Hafnarfirði var reist af Sjómannadagsráði og tók til starfa árið 1977. Á svæðinu er að finna hjúkrunarheimili, þjónustumiðstöð og DAS íbúðir.

Margvísleg uppbygging er fyrirhuguð á Hraunvangi í Hafnarfirði. Þjónustumiðstöðin verður stækkuð og áætlað er að byggja nýtt hús undir hjúkrunarrými og þrjú íbúðarhús DAS, með notalegum íbúðum þar sem öll hönnun tekur mið af þörfum eldra fólks.

Íbúðirnar verða bjartar og með útsýni yfir náttúruna í kring. Landslagið við Hraunvang er einstakt og hefur áhrif á hönnun útisvæðisins, þar sem hraunið fær að njóta sín. 

- Íbúðir verða samtals 118.
- Um 40 íbúðir verða í hverju húsi.
- Hjúkrunarrými verða samtals 125.
- Tengibygging með þjónustumiðstöð verður um 1000 m2.


Deiliskipulag fyrir svæðið hefur verið samþykkt.
Uppbyggingaráætlunin er í stöðugri þróun og við viljum heyra skoðanir og hugmyndir annarra.