Hrafnista Laugarási, Brúnavegi 13 í Reykjavík, var reist af Sjómannadagsráði og tók til starfa árið 1957. Þar er að finna hjúkrunarheimili Hrafnistu, þjónustumiðstöð og DAS íbúðir.
Í Laugarási eru skemmtilegir möguleikar á uppbyggingu á bæði húsum og útisvæði. Áætlað er að fjölga hjúkrunarrýmum og reisa nýtt íbúðarhús DAS á svæðinu, ásamt því að stækka þjónustukjarnann sem fyrir er. Fallegt grænt svæði umkringir íbúðarhúsin sem mun vísa í suður og hannað þannig að gott skjól myndast fyrir norðanvindi. Útisvæði í kringum álfabyggðina fær að halda sinni upprunalegu mynd.
Íbúðirnar verða rúmgóðar og bjartar með gott útsýni yfir grænu svæðin. Með stækkun þjónustumiðstöðvar er hægt að auka framboð á þjónustu. Mikil áhersla er lögð á að skapa björt og falleg rými í hönnun húsanna, t.d. með stórum gluggum á gangi sem tengir þjónustumiðstöð og íbúðarhús saman.
- Íbúðir verða samtals 110.
- 15-20 í hverju húsi / á hverri hæð.
- Hús trappast upp og verður 4 – 6 hæðir.
- Hjúkrunarrými verða samtals 78.
- Þjónusta verður á 1. hæð ásamt hjúkrunarrýmum.
- 12 rými á 1 hæð.
- 22 rými á 2-4 hæð.
- Þjónustumiðstöð 1250 m2 x2 = 2500m2.
Í Laugarási eru skemmtilegir möguleikar á uppbyggingu á bæði húsum og útisvæði. Áætlað er að fjölga hjúkrunarrýmum og reisa nýtt íbúðarhús DAS á svæðinu, ásamt því að stækka þjónustukjarnann sem fyrir er. Fallegt grænt svæði umkringir íbúðarhúsin sem mun vísa í suður og hannað þannig að gott skjól myndast fyrir norðanvindi. Útisvæði í kringum álfabyggðina fær að halda sinni upprunalegu mynd.
Íbúðirnar verða rúmgóðar og bjartar með gott útsýni yfir grænu svæðin. Með stækkun þjónustumiðstöðvar er hægt að auka framboð á þjónustu. Mikil áhersla er lögð á að skapa björt og falleg rými í hönnun húsanna, t.d. með stórum gluggum á gangi sem tengir þjónustumiðstöð og íbúðarhús saman.
- Íbúðir verða samtals 110.
- 15-20 í hverju húsi / á hverri hæð.
- Hús trappast upp og verður 4 – 6 hæðir.
- Hjúkrunarrými verða samtals 78.
- Þjónusta verður á 1. hæð ásamt hjúkrunarrýmum.
- 12 rými á 1 hæð.
- 22 rými á 2-4 hæð.
- Þjónustumiðstöð 1250 m2 x2 = 2500m2.
