Vegferðin

Uppbyggingaráætlun Sjómannadagsráðs, Hrafnistu og DAS íbúða fjallar um uppbyggingu á húsnæði og þjónustu fyrir aldraða og er afrakstur samtals fjölda fólks sem koma að málefninu á einn eða annan hátt.
Í nóvember 2023 var hafist handa með fyrstu vinnustofunni og síðan þá hafa fjölbreyttar vinnustofur verið haldnar með reglulegu millibili. Ráðgjafafyrirtækið RATA heldur utan um vinnuferlið og veitir ráðgjöf og stuðning við gerð uppbyggingaráætlunarinnar.
Alls hafa hátt í 200 manns komið að samtalinu, sem er enn í gangi.

Þátttakendur í vinnustofum

Vinnustofur

Sjálfbærni og samfélagsábyrgð

Þátttakendur unnu hugmyndir á tveimur vinnustofum um hvernig hægt er að stuðla að sjálfbærni og samfélagsábyrgð í rekstri og uppbyggingu hjá Hrafnistu og DAS íbúðum.

Stafræn þróun

Á vinnustofunum þremur var skoðað hvernig tæknin hefur áhrif á þjónustu hjá Hrafnistu og DAS íbúðum og hvaða þörf er á tækni í komandi framtíð. Settur var upp aðgerðarlisti fyrir næstu 5 ár og atriðum forgangsraðað.

Samtöl við hagaðila

Landssambandi eldri borgara, félögum eldri borgara og öldungaráðum á höfuðborgarsvæðinu var boðið til fundar þar sem áform um uppbyggingu á húsnæði og þjónustu fyrir aldraða voru kynntar og jafnframt óskað eftir hugmyndum þátttakenda um hvernig hægt er að auka lífsgæði eldri borgara.

Hraunvangur, Laugarás og Skógarbær

Vinnustofur voru haldnar um uppbyggingu og framkvæmdir fyrir Hraunvang, Laugarás og Skógarbæ þar sem starfsfólk og stjórnendur unnu margvíslegar hugmyndir um hvernig hægt er að breyta og bæta húsnæði, aðstöðu og þjónustu auk þess að hlúa enn betur að líðan starfsfólks.

Autt blað vinnustofa

Á vinnustofunni var þátttakendum boðið að hugsa út fyrir kassann og byggja draumasamfélag aldraðra. Hugmyndirnar verða notaðar sem innblástur fyrir komandi framkvæmdir og uppbyggingu.

Öldrunarþjónusta á gervigreindaröld

Ráðstefnan Öldrunarþjónusta á gervigreindaröld var haldin í Hörpu, 11.apríl 2025. Tilgangur ráðstefnunnar var að fá fagaðila úr ólíkum áttum til að taka þátt í samtalinu með Sjómannadagsráði og Hrafnistu. 

Vegferðin heldur áfram

Samtalið heldur áfram. Við erum stöðugt að hlusta eftir hugmyndum, eiga samtöl, bregðast við þörfum nútímans og gera okkar allra besta til að spá fyrir um þarfir og óskir sem bíða okkar í framtíðinni.
Uppbyggingaráætlunin er í stöðugri þróun og við viljum heyra skoðanir og hugmyndir annarra.